Hráefni:
- 4 kjúklingabringur
- 3 msk smjör
- 1/2 dl kjúklingasoð
- 4 msk sítrónusafi
- 1 msk hunang
- 2 tsk rifinn hvítlaukur
- 1 tsk ítalskt krydd
- salt og pipar eftir smekk
- ferskt rósmarín (má sleppa)
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður. Legggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Hitið smjör á pönnu og steikið bringurnar í 2-3 mín á hvorri hlið, eða þar til þær eru farnar að taka á sig gylltan lit. Færið yfir á ofnplötuna.
3. Takið litla skál og hrærið saman kjúklingasoð, sítónusafa, hunang, hvítlauk, ítalskt krydd og salt og pipar. Hellið þessu svo yfir kjúklinginn. Bakið í 20-25 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Á meðan á elduninni stendur er gott að ausa sósunni yfir kjúklinginn á 5-10 mín fresti. Berið fram með fersku rósmarín og sítrónusneiðum ásamt þínu uppáhalds meðlæti.