Auglýsing

Safaríkar ofnbakaðar kjúklingabringur í hunangs-sinneps maríneringu

Hráefni:

4 kjúklingabringur

1 tsk kjúklingakrydd

1-1/2 msk ólívuolía

1/2 dl hunang

1 msk dijon sinnep

1 msk sætt sinnep

1 msk grófkorna sinnep

1/2 tsk hvítvínsedik

1/8 tsk paprika

4 stilkar ferskt rósmarín

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður.

2. Hitið 1 msk ólívu á pönnu. Kryddið kjúklingabringurnar með kjúklingakryddi og steikið bringurnar í um 2 mín á hvorri hlið eða þar til þær fara að brúnast örlítið, en eru ekki alveg eldaðar í gegn.

3. Hrærið næst 1/2 tsk ólívuolíu, hunangi, sætu sinnepi, dijon og grókorna sinnepi, hvítvínsediki og papriku saman í skál.

4. Færið bringurnar yfir í eldfast mót og penslið þær með sinneps-blöndunni, á báðum hliðum. Leggið rósmarín stilkana á milli bringanna og lokið mótinu með álpappír. Bakið í um 20 mín.

5. Fjarlægið ápappírinn og bakið áfram í um 15 mín. Gott er að leyfa þeim að standa í 5 mín við stofuhita áður en þær eru bornar fram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing