Auglýsing

Safaríkur heill kjúklingur með sítrónu, hvítlauk og rósmarín

Hráefni:

  • 1 heill kjúklingur
  • 2 msk ólívuolía
  • 1 dl mjúkt smjör
  • 2 stórir rósmarín stilkar, saxaðir niður
  • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • rifinn börkur af 3 sítrónum
  • salt & pipar
  • safinn úr 2 sítrónum
  • sítrónubátar, gróft skorinn laukur og rósmarínstilkar sem fara inn í kjúklinginn

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 210 gráður.

2. Setjið mjúkt smjör í skál ásamt ólívuolíu, rósmarín, hvítlauk og rifnum sítrónuberki. Hrærið þessu vel saman og leggið til hliðar.

3. Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar. Makið næst smjörblöndunni vel á allan kjúklinginn (ekki nota alla blönduna núna)  Kreistið næst sítrónusafa yfir hann.

4. Setjið sítrónusneiðar, lauk og rósmarínstilka inn í kjúklinginn. Gott er að binda saman leggina á kjúklingnum en ekki nauðsynlegt. Setjið kjúklinginn í fat og eldið hann í 45 mín. Takið hann þá út og makið restinni af smjörblöndunni yfir hann. Eldið hann áfram í 15 mín eða þar til hann er orðinn fallega gylltur.

5. Leyfið honum að standa í nokkrar mínútur áður en hann er skorinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing