Auglýsing

Salat með risarækjum og chilli/lime dressingu

Þetta salat er sannkölluð sprengja fyrir bragðlaukana. Þessi dressing er svo ótrúlega fersk en um leið smá spicy sem gerir þetta einfalda salat svo hrikalega gott.

Hráefni (fyrir c.a.tvo):

20 risarækjur

1 poki klettasalat

1/2 agúrka

1/2 rauðlaukur

1 avocado

ristaðar pecan hnetur

3 msk ferskt saxað kóríander

2 hvítlauksgeirar rifnir

2 tsk chilli duft

1/4 tsk chilli flögur

1/2 tsk cumin

1/2 tsk salt

3 msk ólívuolía

Rækjurnar settar í skál með olíu, kóríander, hvítlauk og kryddum. Þetta er látið marínerast í c.a. klst. Á meðan er gott að laga dressinguna sem fer yfir salatið.

Dressing:

1/2 avocado

1 dl saxað kóríander

safi úr 1 lime

1/2 dl ólívuolía

1 tsk chilli duft

1/2 tsk salt

Allt maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota.

Rækjurnar eru teknar úr maríneringu og steiktar á pönnu. Salatinu raðað á 2 diska ásamt agúrku, rauðlauk, avocado og hnetum. Rækjunum raðað ofan á og þetta er síðan toppað með dressingunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing