Sbarró Bíður upp á allskonar mat úr ítalskri matargerð. Flestir þekkja staðinn í Kringlunni en nýverið
opnuðu þau nýjan stað í Smáralind og í Iðu við Lækjargötu. Við hjá SKE kiktum við í Lækjargötu í
vikunni og fengum okkur pepperóni pizzusneið með salati úr borðinu.
Það sem okkur finnst skemmtilegt við staðinn eru fjölbreyttu tilboðin þeirra
þar sem viðskiptavinum geta valið á milli salats, brauðstanga eða pasta með pizzusneið.
Óhætt er að mæla sterklega með þessu tilboði en það hentar einstaklega velí hádeginu, fljótlegt og gott.