Auglýsing

Sítrónu-hvítlauks kjúklingur með steiktum strengjabaunum

Hráefni:

  • 3 – 6 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 pakki strengjabaunir
  • 3 msk smjör
  • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 tsk paprika
  • 1 tsk laukduft
  • 1/4 tsk salt og pipar
  • safinn af 1/2 sítrónu + sneiðar til skrauts
  • 125ml kjúklingasoð
  • 1 tsk sterk sósa, t.d. Sriracha)
  • 1/4 tsk chilliflögur, má sleppa
  • 1 dl fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

1. Blandið saman laukdufti, papriku, salti og pipar í skál. Kryddið kjúklinginn rausnarlega með kryddblöndunni. Leggið til hliðar á meðan baunirnar eru útbúnar.

2. Setjið strengjabaunirnar í pott með vatni og sjóðið í um 8 mín.

3. Bræðið 3 msk smjör á stórri pönnu. Steikið kjúklinginn á pönnunni í um 5-6 mín á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn og farinn að taka á sig fallega gylltan lit. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið til hliðar.

4. Notið sömu pönnu og bræðið á henni 1 msk smjör. Setjið soðnu strengjabaunirnar á pönnuna ásamt, steinselju, hvítlauk, sriracha sósu og chilliflögum. Steikið þetta í um 4-5 mín og hrærið reglulega í þessu. Bætið sítrónusafa og kjúklingasoði og leyfið þessu að malla þar til þykknar örlítið í þessu.

5. Færið kjúklinginn á pönnuna og leyfið honum að hitna vel upp. Kryddið til með salti og pipar. Berið fram með sítrónusneiðum, ferskri steinselju og chilliflögum eftir smekk. Njótið!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing