Auglýsing

Sítrónukaka með rjómaostakremi

Þú munt alltaf slá í gegn með þessa köku sama hvert tilefnið er. Dásamlega góð sítrónukaka sem allir elska jafnt fullorðnir sem börn. Ef það er afmæli eða boð framundan þá er þetta kakan!

Hráefni:

250 gr smjör

300 gr sykur

300 gr hveiti

3 stk egg

2 dl rjómi ( má vera mjólk )

2 tsk vanilludropar

1/2 tsk matarsódi

1/3 tsk salt

3 msk sítrónusafi

Rifinn sítrónubörkur af 2 sítrónum

Kremið:

125 gr rjómaostur

250 gr flórsykur

2 msk sítrónusafi

1 msk rifinn sítrónubörkur

1 tsk vanilludropar

2-3 msk vatn

Aðferð:

1. Þeyta saman mjúkt smjör og sykur í 4 mínútur.

2. Hræra rólega 1 egg í einu saman við.

3. Sigta þurrefnin og hræra saman við.

4. Því næst er það rjómi (eða mjólk), vanilludropar, sítrónusafinn og börkurinn. Hræra vel saman.

5. Hellið blöndunni í vel smurt hringform og bakið í c.a. 45 mín við 160 gráðu hita.

6. Kæla kökuna vel áður en kremið er sett á og svo njóta!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing