Auglýsing

Skemmtilegur og aðeins öðruvísi brunch!

Shakshuka er vinsæll réttur í Mið-Austurlöndum. En í þessum vinsæla morgunverði/brunch eru egg elduð í einskonar tómat-papriku-chilli sósu. Algjört “möst” að bera þetta fram með góðu súrdeigsbrauði!

Hráefni:

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 laukur saxaður smátt
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 rauð paprika skorin smátt niður
  • 2 rauðir chilli saxaðir niður
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1 tsk reykt papriku krydd
  • 1 tsk cumin
  • 1 dós maukaðir tómatar
  • ½ tsk púðursykur
  • 1/2 búnt grænkál, þvegið og skorið fínt niður
  • 6 egg
  • handfylli af ferskri steinselju
  • ferskt og gott súrdeigsbrauð

Aðferð:

1. Hitið olíu á meðal hita á góðri pönnu. Bætið lauk, hvítlauk, papriku og chilli á pönnuna og steikið í 3-5 mínútur eða þar til þetta er farið að mýkjast og brúnast örlítið.

2. Setjið tómatpúrru, papriku kryddin og cumin saman við á pönnuna og hrærið vel í 1 mínútu. Bætið þá tómötunum og sykrinu og blandið vel saman. Lækkið hitann örlítið og leyfið þessu að malla í 15-20 mínútur.

3. Hrærið næst grænkálið saman við. Brjótið núna eitt egg í einu á pönnuna.

4. Núna má lækka hitann ennþá meira niður og leyfa eggjunum að eldast þar til þau eru orðin alveg eins og þú vilt hafa þau. Salt og pipar eftir smekk og vel af saxaðri steinselju yfir í lokin. Berið fram með súrdeigsbrauði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing