Hráefni:
- 1/2 kg risarækjur
- 2½ msk hveiti
- 2 tsk paprika
- 1½ tsk sjávarsalt
- 1 tsk svartur pipar
- 18 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 2 msk ólívuolía
- 150 gr smjör
- fersk steinselja söxuð niður
Aðferð:
1. Setjið hveiti, papriku, salt og pipar í stóran poka. Setjið rækjurnar í pokann, lokið fyrir og hristið allt vel saman.
2. Bræðið smjörið ásamt 1 msk ólívuolíu á stórri pönnu. Þegar smjörið hefur bráðnað fer hvítlaukur á pönnuna og hann er steiktur í 2 mín. Passið að hvítlaukurinn brenni ALLS ekki. Hellið hvítlauks/smjör blöndunni af pönnunni í skál og leggið til hliðar.
3. Notið sömu pönnu og setjið 1 msk ólívuolíu á pönnuna. Steikið rækjurnar í um 2-3 mín á hvorri hlið. Þú gætir þurft að gera þetta í tveim skömmtum, því það er ekki gott að hafa of mikið á pönnunni í einu.
4. Þegar búið er að elda allar rækjurnar eru þær allar settar á pönnuna aftur og smjörblöndunni er hellt yfir þær. Blandið þessu vel saman og toppið með steinselju. Berið fram með hrísgrjónum eða fersku salati.