Hráefni:
- 2 kjúklingabringur skornar í bota
- 1/2 dl maíssterkja
- 2 dl vatn
- 3 msk sriracha sósa
- 1/2 dl sykur
- 5 msk sojasósa
- 1 tsk hvítlauksduft
- 3 msk hunang
- 2 msk maíssterkja blönduð í 2 msk vatn
- 1 chilliflögur
Aðferð:
1. Setjið kjúklinginn í poka ásamt 1/2 dl maíssterkju og hristið vel. Næst fer vatn, sriracha sósa, hunang, soja, sykur og hvítlauksduft í pott og hrært vel í á meðan sósan hitnar að suðu. Bætið maíssterkju-vatns blöndunni saman við til þess að þykkja sósuna.
2. Steikið kjúklinginn á pönnu þar til hann verður fallega gylltur og bætið honum þá saman við sósuna í pottinum. Toppið með chilliflögum
Steikt grjón:
- 5 dl elduð hrísgrjón, kæld niður
- 1 gulrót skorin smátt niður
- 2 vorlaukar skornir niður
- ½ laukur saxaður
- 4 msk olía
- 2 msk sesamolía
- 1/2 dl sojasósa
- 3 msk smjör
- salt og pipar
Aðferð:
1. Hitið 2 msk olíu og 2 msk sesamolíu á pönnu. Steikið hrísrjónin á pönnunni og kryddið með salti og pipar. Þegar grjónin hafa brúnast aðeinseru þau tekin af pönnunni og lögð til hliðar.
2. Notið sömu pönnu og hitið aftur 2 msk olíu og 2 msk sesamolíu. Steikið gulrót, lauk og vorlauk á pönnunni og bætið 2 msk af smjöri á pönnuna. Steikið í um 4-5 mín og kryddið til með salti og pipar. Bætið þá grjónunum saman við og blandið vel saman. Hellið sojasósunni saman við og leyfið þessu að hitna áfram á pönnunni í um 3-4 mín.