Auglýsing

Spicy kjúklingalundir með Sriracha og hvítlauk

Hráefni:

  • 450 gr kjúklingalundir
  • 5 hvítlauksgeirar saxaðir niður
  • 2 msk Sriracha sósa
  • 3 cm engifer bútut rifinn niður
  • 4 msk ólívuolía
  • 2 msk sojasósa
  • 2 msk eplaedik
  • safinn af einni límónu
  • 1 msk sykur
  • ferskt kóríander ( má sleppa )

Aðferð:

1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og leyfið kjúklingnum að marinerast þessu í minnst 1 klst inni í ísskáp. Takið kjúklinginn úr ísskápnum 15 mín áður en hann fer inn í ofninn.

2. Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið kjúklinginn í eldfast form og bakið hann í 25-30 mín. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum þá er afgangs marineringin úr skálinni sett í lítinn pott og hituð aðeins upp. Þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn er hann tekinn úr ofninum, sósunni úr pottinum hellt yfir og toppað með kóríander. Berið fram með hrísgrjónum eða fersku salati.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing