Hráefni í sósuna:
- 1/2 dl ólívuolía
- 1/2 dl vatn
- 1 dl saxaður vorlaukur
- 1 dl saxað kóríander
- 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1/2 tsk salt
- safinn úr 2 stk lime
- 1 1/2 dl sýrður rjómi eða grískt jógúrt
Kryddblanda:
- 2 tsk chilli krydd
- 2 tsk cumin
- 1/2 tsk hvítlaukskrydd
- 1 tsk sjávarsalt
Annað:
- 1/2 kg risarækjur
- 6 dl hvítkál saxað niður
- 8 litlar tortillur
- avocado, 1/2 feta-kubbur og limesneiðar
Aðferð:
1. Blandið hráefninu í sósuna saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Setjið um það bil helminginn af sósunni í skál með hvítkálinu og blandið vel saman. Hinn helminginn af sósunni notum við til að toppa tacos-ið á eftir.
2. Setjið rækjurnar í skál með kryddblöndunni og blandið vel saman. Steikið þær á vel heitri pönnu í um 5-8 mín, og snúið þeim reglulega.
Raðið í tacos-ið: Stappað avocado, hvítkálið og rækjurnar. Toppið með fetaosti, lime, kóríander og meiri sósu.