Auglýsing

„Spicy“ salat með ristuðum gulrótum, tahini-dressingu og linsubaunum

Hráefni:

  • 150 gr linsubaunir
  • 7-8 meðalstórar gulrætur, skornar í tvennt langsum
  • 1 tsk ólívuolía
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1/2 tsk cayenne pipar (eða eftir smekk)
  • 1/2 tsk cumin
  • 60 gr klettasalat

TAHINI DRESSING:

  • 3 msk ólívuolía
  • 2 msk balsamik edik
  • 1 msk tahini
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1/4 tsk hlynsýróp eða hunang
  • 1/4 tsk salt
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður

Setjið öll hráefnin í skál eða krukku og blandið vel saman.

  •  granateplafræ á toppinn

Aðferð:

1. Setjið linsubaunir í pott ásamt vatni (vatnið á að fljóta rétt yfir baunirnar). Náðið upp suðu, lækkið aðeins hitann og látið þetta malla í 20-25 mín. Þegar baunirnar eru tilbúnar er vatninu hellt af þeim og þær saltaðar örlítið.

2. Hitið ofninn í 190 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið gulræturnar í skál ásamt olíu og kryddum og blandið vel saman. Dreifið úr gulrótunum á ofnplötuna. Bakið þær í ofninum í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar og mjúkar.

3. Setjið rucola salatið á stóran disk ásamt linsubaununum og gulrótunum. Toppið með tahini dressingunni og granateplafræjunum. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing