Það styttist óðum í hátíð ljóss og friðar og við á Nútímanum erum komin í sannkallað jólaskap. Að þessu sinni báðum við matreiðslumenn Gestgjafans að finna fyrir okkur uppskrift að frábærum forrétti yfir hátíðarnar. Þeir voru snöggir til og sendu okkur þessa ljúffengu uppskrift að steiktum aspas sem er vafinn inn í mozzarella og parmaskinku. Verði ykkur að góðu!
Hráefni:
- 20x ferskur aspas
- 10x hráskinkusneiðar
- mozzrella kúla skorin í 10 sneiðar
- svartur pipar
- Ólívuolía
Aðferð:
1. Toppið tvo aspas með sneið af mozzarella. Vefjið næst parmaskinkusneið utan um og kryddið með pipar. Gerið þetta við allan aspasinn.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið aspasinn í um 3-4 mín á hvorri hlið eða þar til hann fer að mýkjast og parmaskinkan er orðin stökk. Berið fram strax.