Hráefni:
- 1 poki kartöflur
- 1 dl ólívuolía
- 1 tsk sjávarsalt
- 1 dl parmesan rifinn niður
- 1 msk söxuð steinselja
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Skerið kartöflurnar í hæfilega strimla og setjið þær í skál með ísköldu vatni (gott er að hafa klaka líka ef þeir eru til). Leyfið kartöflustrimlunum að liggja í vatninu í 10 mín. Takið þær upp úr og þerrið þær með pappír eða viskustykki.
3. Dreifið úr þeim á ofnplötuna og hellið ólíuvolíu yfir þær ásamt salti. Hristið þetta vel svo allt blandist vel saman. Bakið í um 20 mín eða þar til franskarnar eru orðnar gylltar og stökkar.
3. Setjið franskarnar í skál ásamt parmesan og steinselju. Hristið þetta vel saman og berið fram strax.