Hráefni:
- 1 kg meðalstórar kartöflur
- 6 msk brætt smjör
- 1 msk saxað ferskt rósmarín, plús 3 stilkar
- 4-6 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 220 gráður.
2. Skerið djúpar rendur í kartöflurnar, þó ekki alveg í gegn. Raðið þeim í stórt eldfast mót ásamt smjöri, söxuðu rósmarín,hvítlauk, salti og pipar. Blandið þessu vel saman og látið rendurnar á kartöflunum snúa niður. Leggið rósmarín stilkana yfir kartöflurnar.
3. Setjið þetta inn í ofn í 20-25 mín. Takið þetta þá úr ofninum og snúið kartöflunum við. Setjið þetta aftur inn í ofninn í aðrar 20-25 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar stökkar og fallega gylltar.
4. Takið úr ofninum og kryddið þetta til með salti og pipar eftir smekk. Njótið.