Auglýsing

Súkkulaði ‘ganache’ með sjávarsalti

Hráefni í botninn:

  • 2 x 154 gr pakki af oreo eða öðru dökku kexi
  • 50 gr dökkt 70% súkkulað
  • 50 gr mjúkt ósaltað smjör
  • ½ tsk sjávarsalt

Hráefni í fyllingu:

  • 100 gr dökkt 70% súkkulaði
  • 25 gr hveiti
  • 4 msk mjólk
  • 500 ml rjómi
  • 50 gr dökkt kakó
  • 2 tsk instant kaffiduft
  • 75 g sykur
  • 1 msk vanilludropar
  • 2 msk matarolía
  • ¾ tsk sjávarsalt

Aðferð:

1. Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið. Gerið það sama við 50 gr af súkkulaði og blandið þessu svo saman. Bætið smjörinu og 1/2 tsk af sjávarsalti saman við og blandið vel.

2. Þrýstið þessu í form og gerið botninn jafnann og þrýstið deiginu upp í hliðarnar. Setjið þetta í frystinn í um 1 klst.

3. Gerið fyllinguna á meðan botninn er í frystinum. Fínsaxið 100 gr súkkulaði. Pískið hveiti og mjólk saman þar til blandan er kekkjalaus. Hellið rjómanum í góðan breiðan pott á miðlungshita og bætið saxaða súkkulaðinu saman við ásamt, kakó, kaffidufti, sykri, vanilludropum, olíu og sjávarsalti.

4. Hrærið í blöndunni og þegar súkkulaðið hefur bráðnað vel saman við þá færið þið pottinn af hellunni og hrærið hveiti/mjólkur blöndunni varlega saman við og hrærið vel í. Færið pottinn aftur á helluna á lágan hita. Hrærið þar til blandan fer að þykkna. Færið þá pottinn aftur af hellunni en haldið áfram að hræra. Þegar blandan er tilbúin á að vera hægt að dýfa viðarsleif ofan í og strjúka fingrinum eftir bakinu á henni og línan helst, án þess að flæði strax yfir hana aftur.

5. Hellið blöndunni í stóra könnu (mælikönnu eða hitaþolna vatnskönnu) og leyfið þessu að kólna í henni í um 15 mín, helst inn í kæli. Hellið blöndunni síðan yfir botninn og kælið yfir nótt. Takið út úr kælinum 10 mín áður en kakan er borin fram. Berið fram með þeyttum rjóma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing