Botninn:
24 oreo kökur
1 msk sykur
250 gr smjör, bráðið
Fyllingin:
800 gr rjómaostur við stofuhita
2 dl sykur
1/2 dl kakó
4 egg við stofuhita
280 gr dökkt súkkulaði, brætt og kælt niður
Á toppinn:
2 dl rjómi
170 gr dökkt súkkulaði saxað niður
1 msk sykur
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 170 gráður. Smyrjið 20 cm smelluform.
2. Botninn: Setjið oreo kökur og sykur í matvinnsluvél og myljið vel niður. Bætið þá brædda smjörinu saman við og blandið áfram. Þrýstið blöndunni vel í botninn á forminu og bakið í 8 mín. Takið úr ofninum og leggið til hliðar á meðan fyllingin er útbúin.
3. Fyllingin: Blandið rjómaosti, sykri og kakói saman í matvinnsluvél. Bætið einu eggi í einu saman við og hrærið stutt á milli. Blandið brædda súkkulaðinu saman við og hellið blöndunni yfir botninn í forminu. Bakið kökuna í um 1 klst. Kælið kökuna niður áður en hún fer inn í kæli. Kælið í nokkrar klukkustundir.
4. Toppurinn: Setjið rjóma, súkkulaði og sykur í pott og hitið við vægan hita þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan er orðin silkimjúk. Kælið blönduna og hellið henni svo yfir kökuna. Kælið í minnst 1 klst áður en kakan er borin fram.