Hráefni:
- 600 grömm kjúklingaleggir
- 3 tsk rautt chilli krydd
- 3 msk sítrónusafi
- salt eftir smekk
- 4 msk jógúrt
- 2 tsk hvítlaukur rifinn niður
- 1/4 tsk garam masala
- 1/2 tsk cumin
- 1/4 tsk turmeric
- 1 tsk koriander
- 1/4 tsk svartur pipar
- 1/4 tsk fennel
- 1 tsk rauður matarlitur (má sleppa)
- 2 msk smjör
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður. Skerið grunnar línur í kjúklinginn með beittum hníf.
2. Marinerið kjúklinginn í 1 1/2 msk sítrónusafa, 1 1/2 tsk chilli dufti og salti. Leyfið þessu að standa í um 15 mín. Á meðan blandið þið öllum öðrum hráefnim saman í skál. Hellið þessu síðan yfir kjúklinginn og nuddið þessu vel á hann.
3. Bakið kjúklinginn í um 25-30 mín, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og farinn að „brenna“ örlítið. Gott er að setja grill-stillingu á ofninn síðustu mínúturnar. Berið fram með hrísgrjónum og jógúrtsósu.