Auglýsing

Þorskur í rauðu karrý

Hér er á ferðinni hollur, einfaldur og bragðgóður fiskréttur!

Hráefni fyrir 2:

400 gr þorskur

1 dós kókosmjólk

1 rauðlaukur saxaður smátt

3 hvítlauksgeirar rifnir niður

2 tsk engifer rifið niður

2 tsk rautt karry mauk

1/2 tsk chilli flögur (má sleppa)

salt og pipar eftir smekk

lime safi eftir smekk

Kóríander til skrauts

olía til steikingar

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlaukinn þar til hann fer að mýkjast. Bætið engifer, hvítlauk, chilli flögum og karrý maukinu á pönnuna og steikið í 1 mín.

2. Bætið kókosmjólk, salti, pipar og lime safanum á pönnuna. Suðan er látin koma upp áður en fiskurinn er settur á pönnuna.

3. Leyfið fisknum að malla á pönnunni í um 10 mín eða þar til hann er eldaður í gegn.

Berið fram með kóríander, hrísgrjónum og salati.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing