Þegar karlmenn einblýna á töffaraskap, eignir og útlit til að ná í kvenfólk þá eru þeir á rangri hillu. Það eru nefnilega frekar litlu hlutirnir sem konur taka eftir og hér að neðan eru nokkur atriði sem flestar konur gætu verið sammála um að séu aðlaðandi í fari karlmanna.
10. Karlmenn sem eru kurteisir við afgreiðslufólk í búðum og á veitingastöðum án þess að vita af því. Þakklæti er nefnilega góður mælikvarði á skapgerð fólks.
9. Karlmenn sem eru í mjúkum peysum eru líklegri til að fá faðmlag frá kærustunni. Hlýrabolurinn er því ekki jafn aðlaðandi og sumir vaxtaræktarkappar virðast halda.
8. Karlmenn sem taka upp á því að leika við hunda, dýr og börn án þess að nokkur ástæða sé til. Þetta gefur til kynna að þeir verði góðir feður.
7. Karlmenn sem verða klaufskir og vandræðalegir þegar þeir stressast upp. Þetta er mannlegra og meira heillandi heldur en karlmenn sem þykjast geta allt.
6. Karlmenn sem taka góðan tíma til að elda kvöldmatinn. Þá skiptir í raun engu hvort maturinn heppnast eða ekki – aðalatriðið er það er kynþokkafullt að sjá karlmann skera niður grænmeti.
5. Karlmenn sem faðma kærustuna í hvert sinn sem þeir sjá hana. Margir kyssa á kinn eða kasta góðri kveðju en það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir faðmlag.
4. Karlmenn í alvöru jakkafötum – ekki einhverjum svörtum jakka við gallabuxur. Alvöru jakkaföt eru buxur, jakki og vesti í stíl. Svo þarf að vera skyrta, bindi eða slaufa og vel pússaðir skór. Þetta er smá vinna en er mjög heillandi.
3. Karlmenn sem raka sig og fara í sturtu á hverjum morgni. Það er fátt meira aðlaðandi að mati kvenna heldur en makinn að koma úr sturtu. Það er því ekki verra að byrja alla daga á þessari rútínu.
2. Karlmenn sem spyrja ráða. Það er fátt sem fer meira í taugarnar á konum heldur en karlmenn sem þykjast vita allt. Þessi árátta þeirra hefur sent mörg pörin í ógöngur út í skógi þar sem karlmenn telja sig ekki þurfa kort eða leiðbeiningar. Konum finnst mun meira aðlaðandi ef hlutirnir eru ræddir og undirbúnir því þá er hægt að njóta ferðarinnar.
1. Karlmenn sem lesa svona greinar. Alvöru karlmenn reyna að bæta sig og vera betri makar. Það er því fátt meira aðlaðandi en þegar konan fer í „history“ og sér að maðurinn var að skoða þessa grein.
Þakklæti, kurteisi og jákvætt viðmót eru alltaf mikilvægari en töffarastælar.