Við rákumst á þetta á hinu viðsjárverða svæði Facebook. Hinn heilagi sannleikur um kynin? Eða tómt kjaftæði?
Maður borgar 2000 kr. fyrir 1000 kr. hlut sem hann þarfnast.
Kona borgar 1000 kr. fyrir 2000 kr. hlut sem hun þarfnast ekki.
Kona hefur áhyggjur af framtíðinni þar til hun finnur eiginmann.
Maður hefur aldrei áhyggjur af framtíðinni fyrr en hann finnur eiginkonu.
Sá maður nýtur velgengni sem þénar meiri pening en eiginkonan getur eytt.
Sú kona nýtur velgengni sem finnur slíkan eiginmann.
Til að vera hamingjusöm með eiginmanni þarftu að skilja hann mikið og elska hann pinulítið.
Til að vera hamingjusamur með eiginkonu þarftu að elska hana mikið og alls ekki reyna að skilja hana.
Giftir karlmenn lifa lengur en einhleypir, en gifta karlmenn langar miklu meira til þess að deyja!
Allir giftir karlmenn ættu að reyna að gleyma mistökum sínum, það er algjör óþarfi að tveir muni sama hlutinn.
Kona giftist manni og býst við því að hann muni breytast,en hann breytist ekki.
Karlmaður giftist konu og býst við að hún breytist ekki, en hún breytist.
Konan á ávalt síðasta orðið í öllu rifrildi.
Allt sem karlmaður segir eftir það er upphaf að nýju rifrildi.
Tvisvar skilur karlmaður ekki konu: Fyrir giftingu og eftir giftingu.
Karlmenn vakna jafn fallegir og þeir fóru í rúmið.
Konur virðast þurfa að gera allsherjar yfirhalningu á sjálfum sér.