Auglýsing

10 hlutir sem þú ættir að hætta að gera ef þú vilt finna hamingjuna

„Það er ekki hvað þú átt, hver þú ert, hvar þú ert eða hvað þú ert að gera sem gerir þig hamingjusaman eða óhamingjusaman. Það er það sem þú hugsar um“ – Dale Carnegie.

Eftirfarandi pistill er skrifaður af óþekktri konu en birtur á lífstílssíðunni TinyBuddha.com og þýddur af ritstjóra Menn.is

Og ef þú vilt fá gott pepp – mættu þá á ráðstefnuna BARA ÞAÐ BESTA 2018 – Markmið – Árangur – Hamingja.

„Ég hélt að ég gæti aldrei orðið hamingjusöm.

Mér leið einmana. Ég var ringluð og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera.

Sem betur fer breyttist allt þegar ég leit inn á við. Ég komst að því að ég væri ástæðan fyrir óhamingju minni.

Og ég komst að því hvað það var sem stóð á milli mín og draumnum um að njóta lífsins.

Hér eru tíu hlutir sem ég áttaði mig á að ég þyrfti að hætta til þess að vera hamingjusöm:

1. Vanrækja sjálfan þig og þarfir þínar

Einn af mikilvægustu hlutunum var að ég var að hunsa það sem var rétt fyrir mig. Ég leitaði út á við til að finna svör.

Ég leitaði til vina og fólks í kringum mig til þess að segja mér hvernig ég ætti að lifa mínu lífi. Það var of sárt að komast að því að eitthvað væri rangt við mig, svo ég vonaði að einhverjir aðrir gætu fundið hamingjuna fyrir mig.

Það virkaði ekki …

Að lokum áttaði ég mig á því að enginn veit í raun og veru hvernig á að lifa hamingjusömu lífi. Sumt fólk virðist sjálfsöruggt, en það veit ekki svarið.

Jafnvel hamingjusamasta fólkið gengur í gegnum dimma tíma. Þegar ég fór að áttaði mig á muninum á því hvað mér fannst ég þurfa að gera og það sem mér fannst rétt að gera, þá fóru hlutirnir að breytast.

Það gerðist hægt og rólega. Ég var ekki sjálfsörugg í fyrstu en svo fór ég að hlusta á mitt innra GPS.

2. Hunsa þitt innra GPS kerfi

Þegar ég byrjaði að hlusta á sjálfa mig, sá ég að ég hafði einhverskonar innbyggt leiðsögukerfi inni í mér.

Það lét mig vita í gegnum tilfinningar. Þegar eitthvað var rétt fyrir mig, þá fann ég fyrir frið, gleði og forvitni innra með mér.

Þegar eitthvað var ekki rétt, þá leið mér eins og eitthvað væri ekki rétt, ég var þreytt, pirruð eða sár.

Hjartað er það sem ég kalla mitt innra GPS kerfi. Það sendir mér skilaboð í gegnum allt lífið, eitt augnablik í einu. Ég veit ekki hvert ég er að fara, en ég veit að ég er á réttri leið ef ég hlusta á hjartað.

3. Berjast á móti myrkrinu

Lífið er bæði dimmt og bjart.

Það hljómar furðulega, en þegar við þorum að standa upp á móti myrkrinu opnum við dyr að ljósinu.

Ég hef þurft að takast á við erfiða tíma, þunglynd tímabil í mínu lífi. Áður reyndi ég að streitast á móti því, í hvert einasta skipti. En nú geri ég það síður.

Ég veit að það er á erfiðum tímum sem ég læri mest. Ég dýfi mér inn í myrkrið, anda því öllu að mér og reyni að komast að því hvað það er sem lætur mig kikna í hnjánum af ótta.

Ég rannsaka hvað það er í kringum mig sem lætur mér líða eins og ég geri og lifi í núinu.

Það er erfitt á erfiðum tímum. Mig langar til þess að flýja til matar, bíómynda, tölvuleikja, bóka eða hvert sem er. Frá myrkrinu.

En þegar ég dýfi mér ofan í myrkrið sé ég að það er ekkert nema ímyndaður veruleiki sem ég er sjálf búin að skapa.

4. Segja „nei“ við nú-ið

Því meir sem ég reyni að flýja augnablikið sem er núna, því verr líður mér.

Þegar ég lifi akkúrat hér, akkúrat núna, verða jafnvel venjulegustu verkefni óvenjuleg.

En ef ég reyni að flýja núið fyrir paradís í framtíðinni þá lifi ég í helvíti akkúrat núna.

Fyrir mig að lifa í núinu er það að taka eftir því sem er hér, akkúrat núna. Eins og núna, þá finn ég fyrir fingrum mínum tikk-takka þennan texta á lyklaborðinu.

En fyrst og fremst, þá finn ég fyrir eigin tilfinningum. Ég er örlítið stressuð akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta. En það er allt í lagi. Það er eðlilegt að vera stressuð.

5. Hræðast að gera mistök

Ef ég hræðist að gera mistök, þá geri ég ráð fyrir að ég hafi einhverju að tapa.

Ég geri líka ráð fyrir því að það sé til fullkomin leið til þess að gera eitthvað.

Ég veit ekki hvort það að gera mistök muni hjálpa mér að þroskast sem einstaklingur (sem það gerir oft). Og ég veit ekki hvort mistökin muni leiða mig á rétta leið.

Við lifum í höfðinu á okkur. Við lifum samkvæmt veruleika sem við trúum að sé raunverulegur.

Eftir hundrað ár munu mistökin mín ekki skipta máli. Það sem mun skipta máli fyrir mig er hversu mikið ég elskaði og hversu mikið ég naut lífsins.

Ég er mennsk. Þú ert mennsk/ur. Við gerum mistök. Það er allt í lagi, eins lengi og við erum hreinskilin við okkur sjálf.

6. Reyna að vera fullkomin/n

Ég reyni að vera fullkomin vegna þess að ég held að það muni láta aðra samþykkja mig, láta þig samþykkja mig.

Og það samþykki mun láta mig líða vel með sjálfa mig.

En það að reyna að vera fullkomin þýðir að ég verði einhver önnur en ég er. Það þýðir að ég elski ekki þá manneskju sem ég er núna.

Ég ímynda mér hvað fullkomnun er og það virðist alltaf vera eitthvað fjarlægt.

Ég reyni að líða betur, en það eina sem ég næ að gera er að líða enn verr í augnablikinu. Þegar ég átta mig á svindlinu sem fullkomnun er, þá sný ég aftur til augnabliksins.

Ég anda. Ég geri mitt besta og fylgi hjartanu.

Þetta á við um að lifa í augnablikinu líka. Ég næ ekki að lifa í núinu hverja einustu sekúndu. En ég reyni að taka því sem lífið hefur að bjóða hverju sinni.

7. Elta hamingjuna

Ég fell oft í þann slæma vana að elta hamingjuna.

En fyrir mér, er það meira eins og að forðast tilfinningarnar mínar. Mér líður illa, svo ég vill vera hamingjusöm. Ég ímynda mér framtíð þar sem ég er hamingjusöm og dreymir um að komast þangað.

Ég vil komast þangað núna.

Ég hugsa með mér, „Ef ég bara hefði þetta, þá gæti ég verið hamingjusöm“.

En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það þessi eina hugsun sem er að halda mér í sama farinu. Þessi löngun í hamingju fær mig til þess að hætta að lifa í núinu og óska mér einhvers annars.

8. Reyna stjórna öllu

Ég stjórna ekki lífinu.

Ég stjórna mínum gjörðum og viðbrögðum en ekki mörgu öðru.

Þegar ég reyni að stjórna lífinu, fólki eða stöðum þá gjörsamlega klárast orkan og krafturinn úr líkama mínum. Þetta er ekki mitt að ákveða. Það er ekki undir mér komið að ráða útkomunni.

Það eina sem ég get gert er að fylgja hjartanu, mínu innra GPS og sjá hvað setur. Ég er farþegi í þessum líkama, á þessari bláu plánetu.

Ég er hér til þess að upplifa bæði það góða og slæma. Ég er hér til þess að læra og vaxa. Hlæja og gráta.

9. Að gefast upp á draumunum þínum

Draumar eru ógnvekjandi.

Það tók mig 2 til 3 ár að byggja upp hugrekki til þess að skrifa um hlutina sem ég vildi virkilega skrifa um.

Ég var hrædd um hvað þú myndir hugsa, hvað þú myndir gera. Ég var hrædd um að mistakast, ná árangri, við allt.

Að lokum áttaði ég mig á því að ég gæti látið áhyggjurnar yfirbuga mig eða ég gæti tekið næsta skref og séð hvað gerðist.

Sem betur fer, þá tók ég skrefið. Og veistu hvað? Ekkert slæmt gerðist.

Ég skrifaði. Ég sagði fólki frá vinnunni minni. Og lesendahópurinn minn stækkaði. Og nokkrum árum síðar, er ég hér. Og þú ert hér, að lesa mín orð.

Draumurinn minn byrjaði með einu skrefi, og þinn draumur gerir það líka.

Hættu að bíða eftir eina rétta tækifærinu og opnaðu augun fyrir dyrunum sem standa opnar akkúrat núna. Í þessu augnabliki. Það gæti verið eitthvað lítið eins og að opna lítið blogg sem 10 manns lesa, eða að skrifa í dagbókina þína. En byrjaðu einhvers staðar.

Og byrjaðu áður en þér finnst þú tilbúin/n til þess.

10. Reyna að breyta öðrum

Ég hélt að það væri á mína ábyrgð að ‘laga’ aðra, jafnvel þó það þýddi að ég þyrfti að neyða fólk til þess að sjá hlutina með mínum augum.

Nú leyfi ég fólki að fylgja sinni leið.

Þú gerir mistök sem þú þarft að gera. Þú átt eftir að fara þína leið. Ég ætla ekki að standa í vegi fyrir því.

Ef þú kemur til mín og leitar að hjálp, þá mun ég hjálpa þér. En ég ætla ekki að neyða þig til þess að sjá hlutina eins og ég.

Ég get ekki stjórnað lífinu og ég get ekki stjórnað þér. Þegar ég áttaði mig á því að lífið sér um sig sjálft sá ég að ég þarf ekki að stjórna þér.

Þetta var sérstaklega erfitt með þá sem ég elska, en ég er að læra. Ég er að bæta mig á hverjum degi. Vona ég.

Ég get ekki lagað neinn af því ég veit ekki hvað fullkomnun er. Ef við erum hér til þess að upplifa lífið, þá er upplifunin fullkomin.

Það eru engin heimskuleg mistök. Það er bara þetta augnablik.

Það eru margt sem ég hef lært á minni lífsleið en eitt af því mikilvægasta er að við eigum það til að taka hugsunum okkar of alvarlega.

Við eigum til að taka lífinu of alvarlega.

Ég hélt að ef ég gerði mistök myndu draumar mínir rústast. En þegar ég skoða forsendur þessarar setningar og sé að draumar mínir eru bara tilbúningur ímyndunaraflsins, þá er ég frjáls.

Ég þarf bara að muna að það eina sem ég þarf að gera er að fylgja mínu innra GPS.

Ég geri bara það sem mig langar til og lífið sér um rest“.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing