Skoðaðu listann vel og kommentaðu hvað þér líst best á – á póstinn Facebook-síðu Menn.is. Við ætlum að gefa heppnum aðilum valdar vörur af listanum!
Nú líður að því að ungviði þessa lands meðtaki frelsarann (svona flest af því) – og flytur trúarjátninguna meðan það gæðir sér á oblátunni og vínlögg frá séranum.
Þá er líka tímabært að gera upp hug sinn varðandi hvað skal færa barninu á þessum tímamótum. Og við hjá Menn.is látum okkar ekki eftir liggja þegar kemur að hugmyndum.
Hér eru 10 pottþéttar gjafir fyrir fermingardrenginn.
DUCKY ONE MEKANÍSKT LYKLABORÐ: TÖLVUTEK
Alvöru mekanískt leikjalyklaborð frá Ducky með fjölda stillinga fyrir forritanlega baklýsingu og tvískorna ABS leturhnappa sem eyðast ekki!
Verð: 19.990 kr.
SJÁ NÁNAR HÉR!
PAUL HEWITT – ÚR – HRÍM
Tímalaus og glæsileg hönnun frá norður Þýskalandi. Ótrúlega fallegir litir og samsetningar. Öll úrin eru handgerð og fara í gegnum langt og strangt ferli áður en þau eru komin í söluvænar umbúðir.
SJÁ NÁNAR HÉR!
ENRICO BENETTI – TÖSKU OG HANSKABÚÐIN
Enrico Benetti bakpoki rúmar allt að 17″ fartölvu.
Verð: 5.900 kr.
SJÁ NÁNAR HÉR
GÍTAR – FENDER CD-60 Sunburst – HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ
Frábær kassagítarpakki frá Fender. Góður gítar sem Hljóðfærahúsið hefur selt um árabil. Stillitæki, strengjasett, ól og neglur fylgja.
Verð: 24.990 kr.
SJÁ NÁNAR HÉR
PERLUR LAXNESS – FORLAGIÐ
Perlur í skáldskap Laxness kom út 1998 og þessi bók er stytt útgáfa hennar. Hér má finna yfir 700 tilvitnanir og sem fyrr er leitast við að hafa tilvitnanir fjölbreyttar og úr sem flestum verkum skáldsins, og þeim er deilt í á fimmta tug efnisflokka.
Verð: 2.690 kr.
SJÁ NÁNAR HÉR!
PLAYSTATION VR SÝNDARVERULEIKAGLERAUGU – TÖLVUTEK
Það er eins og að taka stökk til framtíðar – að setja upp Playstation VR sýndarveruleikagleraugun frá Sony. Ótrúleg upplifun að fara í eigin sýndarveruleikaheimi.
SJÁ NÁNAR HÉR
ÚR DANIEL WELLINGTON – BLACK
Rósa gull umgjörð, svört skífa. Cornwall nato ól.
Verð frá 25.680 kr.
Úrin frá Daniel Wellington fást í Gull og Silfur, Verslunarmiðstöðinni Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar
LAMPI – HAUSKÚPA – PENNINN
Ótrúlega flottur og nýtískulegur lampi – sem setur töff svip á herbergið.
SJÁ NÁNAR HÉR
STEEP TÖLVULEIKUR – ELKO
Þeir sem elska áhættuíþróttir munu missa sig í þessum geggjaða tölvuleik. Steep er róttæk brunkeppni sem fullnægir öllum þörfum adrenalínfíkilsins.
Verð: 11.995 kr.
SJÁ NÁNAR HÉR!
JIMMY CHOO MAN INTENSE
Ilmur sem hefur slegið rækilega í gegn. Honum er lýst sem: Aðlaðandi, þokkafullum og kröftugum, hann leitar í spennu og er fyrir þá sem lifa í núinu og hafa ástríðu fyrir lífinu.