Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði frá því í Facebook færslunni hér fyrir neðan að 11 ára gömul börn hefðu fundið óblandað amfetamín þegar þau voru úti að leika sér.
Sem betur fer skiluðu þau efninu til lögreglunnar, það hefði verið hræðilegt ef yngri börn hefðu fundið þessa „sykurpoka“.
Þessa poka fundu 11 ára gömul börn sem voru úti að leika sér fyrir stuttu síðan. Innihald pokanna er óblandað og sterkt amfetamín og þarf ekki að spyrja að leikslokum hefðu yngri börn fundið þessa poka. Eigandinn er hvattur til að koma á stöðina til að “sækja” pokana sína. Börnin sem skiluðu þessu til okkar fengu hið mesta hrós fyrir, en ekki er hið sama hægt að segja um eigandann.