Auglýsing

11 lygar sem íslenskir foreldrar segja börnunum sínum daglega!

Foreldrar notast við ýmis ráð þegar kemur að uppeldinu. Sum þessara ráða fela í sér að ljúga blákalt að börnunum sínum!

Hér eru nokkrar skondnar og eiginlega bara mannskemmandi lygar sem við trúðum mörg þegar við vorum börn!

1. Jólasveinninn og tannálfurinn eru til.

2. Ef þú grettir þig eða gerir þig rangeygða/n gætir þú fests þannig.

3. Ef þú situr of nálægt sjónvarpinu verða augun á þér ferhyrnd.

4. Þegar þú kyngir tyggjói er það í maganum á þér í 7 ár.

5. Ef þú klæðir þig ekki nógu vel kemur kuldaboli og bítur þig.

6. Ef þú hagar þér ekki nógu vel kemur Grýla og sækir þig og étur þig.

7. Ef þú rúllar þér niður brekku færðu garnaflækju.

8. Þú hættir að stækka ef þú drekkur kaffi.

9. Tungan í þér verður svört þegar þú skrökvar.

10. Ef þú slekkur og kveikir ítrekað á ljósunum springa perurnar.

11. Tölvuleikjaspil drepur heilasellur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing