Hvenær er nóg kynlíf nóg? Svarið er aldrei – allavega ekki samkvæmt vísindunum!
En þetta eru bara góðar fréttir fyrir þau sem hafa gaman af því að stunda kynlíf og hér eru 12 ástæður fyrir því að þú ættir að stunda miklu meira kynlíf:
1. Fullnægingar auka blóðflæði til heilans og vísindamenn vilja meina að fullnæging sé betri fyrir þig en að leysa krossgátu.
2. Kynlíf losar DHEA stera, sem halda okkur ungum.
3. Kynlíf getur hjálpað til við að minnka túrverki, losunin sem fylgir fullnægingu veldur því að það slaknar á vöðvum við legið og til eru þeir sem vilja meina að þetta geti hjálpað til við að stytta blæðingarnar.
4. Það telst sannað að fullnæging kvenna getur hjálpað til við að lækna bak verki, verki í fótum og jafnvel höfuðverk.
5. Fullnæging eykur allt blóðflæði og hjálpar þannig til við að halda húðinni ungri og fallegri.
6. Morgunkynlíf gefur ónæmiskerfinu „boost“ og hressir þig við. Mikið betra en kaffibolli!
7. Fólk sem stunar samfarir reglulega er með lægri blóðþrýsting en þeir sem gera það ekki.
8. Oxytocin heitir hormónið sem veldur „ég er ástfanginn“ tilfinningunni. Þetta hormón eykst til muna í karlmönnum eftir kynlíf.
9. Því oftar sem karlmaður hefur sáðlát því ólíklegri er hann til að fá krabbamein í blöðruhálskirtilinn.
10. Kynlíf er talið vera hin besta líkamsrækt. Á hverri mínútu brennir karlamaður að meðaltali 4 kaloríur í kynlífi á meðan kvenmaður brennir 3.
11. Rannsóknir hafa sýnt fram á að 4 klukkustundum eftir kynlíf bera konur sig öðruvísi en venjulega, líkamsstaða þeirra verður sjálfsöruggari, ef svo má komast að orði.
12. Karlmenn sem stunda kynlíf reglulega eru 45% ólíklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma.