Það er ýmislegt búið að koma í ljós með þennan heila sem við erum með inni í hauskúpunni. Hér eru 14 hlutir sem er ekki úr vegi að renna yfir!
1. Uppáhaldslagið þitt er líklegast tengt tilfinningaríkri upplifun.
Þitt og allra annarra. (heimild)
2. Tónlist hefur áhrif á hvernig þú sérð hlutina.
Háskólinn í Groningen sýndi fram á að tónlist hefur sterk áhrif á hvernig þú sérð hlutina. (heimild)
3. Því meira sem þú eyðir í aðra – þeim mun hamingjusamari ertu.
Þetta staðfestist í mörgum rannsóknum! Viltu finna hamingju? Byrjaðu að gefa! (heimild)
4. Að eyða peningum í upplifanir í staðinn fyrir hluti gerir þig hamingjusamari.
Safnaðu minningum – ekki hlutum! (heimild)
5. Börn í dag eru víraðri en sjúklingar á geðdeild árið 1950.
Frekar óhugnalegt en með alla tækni og samfélagsmiðla – sem valda kvíða, þunglyndi og athyglisbresti.(heimild)
6. Trúað fólk sem ástundar bænir og hugleiðslu þjáist af minni streitu en aðrir.
Þeir sem stunda hugleiðslu og bænir eru í meiri tengslu við sjálfa sig. (heimild)
7. Peningar kaupa hamingju en bara upp að 10 milljónum á ári.
Fyrir meðalmanninn þá duga 10 milljónir á ári til að kaupa hamingju. Á meðan peningarnir frelsar undan fjárhagsáhyggjum þá bæta þeir lífið – svo geta þeir orðið byrði. (heilmild)
8. Að vera í kringum hamingjusamt fólk – gerir þig hamingjusaman.
Þetta ætti kannski ekki að koma neitt á óvart. (heimild)
9. Fólk á aldrinum 18 til 33 ára er fólkið sem er undir mestri streitu.
Fjölskylda, menntun og vinna. Þetta getur allt verið stressandi. (heimild)
10. Að sannfæra þig um að þú hafir sofið vel getur blekkt heilann.
Og þar með færðu meiri orku. Þetta kallast „Placebo svefn“. (heimild)
11. Gáfað fólk vanmetur sjálft sig – og „minna gáfað fólk“ telur sig vera snillinga.
Þetta kallast Dunning Kruger áhrifin og eru raunveruleg. Ein ferð á Facebook getur líka staðfest þetta. (heimild)
12. Þegar þú rifjar upp atburð í fortíðinni, rifjarðu í raun upp þegar þú hugsaðir um hann síðast.
Þetta er ástæðan fyrir því að minningar okkar verða óáreiðanlegri með tímanum. (heimild)
13. Ákvarðanir þínar verða rökréttari þegar þær eru hugsaðri í öðru tungumáli.
Háskólinn í Chicago sýndi fram á að kóreu-búar sem hugsuðu í öðru tungumáli urðu rökréttari (heimild)
14.Ef þú segir frá markmiðum þínum – ertu ólíklegri til að ná þeim.
Þetta hefur verið staðfest allt frá 1930. (heimild)