Hanna Katrín Finnbogadóttir skrifaði inn í Íbúasamtökin Betra Breiðholt – þessa stuttu færslu um unglinga á vespum sem keyrðu á son hennar á vespu.
Foreldrar barna sem keyra um á vespum.
Mig langar til að biðja ykkur um að brýna fyrir börnunum ykkar hversu mikilvægt er að vera í hlífðarfatnaði og að vera með hjálm.
6 ára sonur minn var úti í dag fyrir utan Hólabrekkuskóla ásamt pabba sínum og 3ja ára systir. Hann var á hlaupahjóli með hjálm og var að renna sér í brekku frá göngustígnum sem leiðir inn skólalóðina. Á sama tíma kemur drengur á bensínvespu með farþega aftan á og klessir á son minn. Strákurinn minn reyndi að bremsa eins og hann gat en ekki náðist að koma fyrir árekstur.
Þessir 14/15 ára drengir sögðu þá við 6 ára son minn “ hvað í fokkanum vastu að gera?!“
Maðurinn minn sér þetta og heyrir í þeim og snögg reiðist. Hleypur í áttina að þeim og spyr hvað þeim gangi til. Þessir drengir voru voða töffarar og svöruðu með skætingi. Sögðu til að mynda “ ég var bara á 20 km hraða, hvaða máli skiptir þetta?“ Á milli þess sem þeir glotti og gerðu lítið úr þessu, töluðu þeir sín á milli annað tungumál og heyra mátti hæðnistón þó svo ekki skildist hvað þeir voru i raun að segja við hvorn annan.
„Ég var bara á 20 km hraða, hvaða máli skiptir þetta?“
Fyrir mér skiptir það bara hellings máli að börnin mín séu óhult úti að leika á skólalóðinni. Hvað ef þetta hefði verið 3 ára stelpan mín sem hefði orðið fyrir vespu á 20 km hraða? Eða þetta hefði verið ég sjálf með 8 mánaða barnið mitt í vagni og vespan hefði klesst á vagninn?
Að sögn krakka þarna í kring var þetta ekki í fyrsta skipti sem þessi drengur klessir á krakka á þessari vespu. Sá sem keyrði vespuna var með hjálm en engum hlífðarfatnaði en sá sem sár aftan á var hvorki með hjálm né í hlífðarfatnaði. Sem betur fer duttu þeir ekki af sjálfir því þeir hefðu örugglega slasast. Strákurinn minn fékk mar á síðuna eftir áreksturinn.
Eftir á hyggja hefði maðurinn minn átt að hringja í lögguna og láta taka skýrslu af þeim. En i hita leiksins gleymdist það.
Ég set þetta hérna inn til að þið foreldrar talið ykkur kannski smá tíma og biðjið börnin ykkar að passa sig á þessum vespum og taka tillit til annara í umhverfinu. Ég vona líka að foreldrar þessara drengja sjái þetta og tali aðeins við þá.
Þeir eru kannski svolítið sjokleraðir eftir þetta atvik þar sem maðurinn minn lét þá aðeins heyra það í von um að koma smá samvisku inn hjá þeim.