Auglýsing

15 hlutir sem gerast í bíómyndum en eiga sér ENGA stoð í raunveruleikanum

#1: Þegar þú ert að þræta eða rífast við konu og kyssir hana til að þagga niður í henni….. Hún myndi sennilega ekki kunna að meta það í raunveruleikanum.

#2: 5 gaurar að ráðast á söguhetjuna EINN-Í-EINU!

#3: Ungt fólk í háskóla eða nýkomið á vinnumarkaðinn sem býr í RISA íbúðum, stútfullum af rándýrum húsgögnum, í miðborginni. 

#4: Þegar húsmóðirin er búin að eyða mörgum tímum í að elda morgunmat handa fjölskyldunni og borðið er drekkhlaðið af kræsingum. Svo kemur heimilisfaðirinn eða sonurinn, grípur epli og segist ekki hafa tíma til að borða. 

#5: Enginn þarf á salernið eftir kynlíf í kvikmyndum.

#6: Í raunveruleikanum þyrfti meira til en að taka af sér gleraugun og láta hárið niður til að verða vinsæl. 

#7: Í bíómyndum vaknar stelpan yfirleitt með fullkomið hár og makeup. Mér er sama hversu sæt þú ert, það vaknar enginn með fullkomið hár!

#8: Aðalhetjan sest við barinn: „Einn bjór takk“

      Barþjóninn segir ekkert og sækir bjór. 

      Barþjónn í raunveruleikanum: „Hvað segirðu?“ Hvernig bjór viltu? Við erum með 20 týpur

      á krana og svo er ég með stórt úrval af flöskubjór. Viltu sjá lista?“

#9: Þegar fólk þarf að spila eitthvað aftur í kvikmyndum ( á kasettu eða vídeotæki) , þá tekst þeim alltaf að spóla akkúrat á staðinn sem þau vildu heyra aftur, uppá sekúndu. 

#10: Það er aldrei umferðarteppa í bílaeltingaleikjum. 

#11: Fólk fer frá því að vera blindfullt yfir í að vera bláedrú, með því einu að drekka einn sterkan kaffibolla. 

#12: Að fá að fara í flugvélina, þrátt fyrir að búið sé að loka hliðinu….. Nei ekki einu sinni fyrir sanna ást.

#13: Gera aldrei mistök á lyklaborðið og þurfa aldrei að stroka út. Söguhetjurnar ná þessu í fyrstu tilraun sama hvort það er verið að senda sms eða hakka sig inn í Pentagon.

#14: Í öllum kvikmyndum er viljastyrkurinn sterkari en meiðsli. 4 brotin rifbein, augun svo bólgin að þau eru lokuð osfrv…. svo hefst næsta slagsmálasena og söguhetjan er eins og ný. 

#15: Skype er alltaf í fullkominni upplausn í bíómyndunum:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing