Hinn 39 ára gamli Ross Gardner át 15.000 kalóríur á dag. Notaði föt í stærðinni XXXXL og vigtin var í sirka 170 kílóum. Í eitt skipti neyddist hann til að kaupa tvö flugsæti í flugvél.
„Í sex ár fór ég aldrei úr bolnum fyrir framan neinn því ég skammaðist mín of mikið“ sagði Ross.
Vendipunkturinn var þó viðtal hjá lækni.
„Hann sagði að með áframhaldandi sukki, með pizzum, hamborgurum og viskí, þá ætti ég sirka þrjú ár eftir ólifuð. Þá sneri ég blaðinu við.“
Með réttu mataræði og hreyfingu fór hann niður úr 170 kílóum í 88 kíló.
„Ég vil líka koma svo fram til að fólk geti fattað að það er aldrei of seint að snúa við blaðinu.