Auglýsing

16 ára TikTok ofurstjarnan Charli D’amelio gripin við að VEIPA (aftur) á myndbandi – vilja að hún sé BÖNNUÐ! – Myndband!

Charli D’Amelio er óumdeild drottning TikTok og er með um 81 milljón fylgjenda. Foreldrar hennar hafa gert sitt besta til að Charli verði þekkt sem góð fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina. Það var því óvænt þegar náðist myndband um daginn af Charli að veipa.

Hún náðist svo á myndband aftur í gær við þessa iðju og vilja reiðir foreldrar nú að hún verði bönnuð af samfélagsmiðlum – sem flestum þykir nú alveg út í hött.

Benda reiðir foreldrar á að hún hefur ekki aldur til að kaupa né nota VEIP vörur þar sem hún er aðeins 16 ára gömul. Á Twitter hafa margir áhyggjur af því hvað hún sé að Veipa og eru einhverjar hugmyndir að hún sé að nota nikótín bragðefni eða jafnvel eitthvað sterkara.

Það er orðið mjög vinsælt að veipa hjá unglingum í Bandaríkjunum en læknar hafa bent á að við vitum lítið sem ekkert um hvaða áhrif það mun hafa á lungu notenda þegar þeir eldast. Fyrstu rannsóknir benda þó til að Veip geti verið hættulegt – sérstaklega ef fólk bætir öðrum efnum í blönduna.

Aðdáendur Charli hafa varið stjörnuna og ráðast harkalega á alla sem vilja banna hana á samfélagsmiðlum. Eðlilega eru foreldrar hennar í smá vanda því þau vilja bæði verja hana og líka komi í veg fyrir að hún verði slæm fyrirmynd. Flókið mál!

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing