Vinsældum Ed Sheeran má líkja við Bítlaæðið – á frekar skömmum tíma hefur hann selt 150 milljón plötur og 12 lög eftir hann hafa náð toppi vinsældalista í öllum heiminum. Fyrir utan gríðarlega tónlsitarhæfileika þá er Sheeran að ná að tengja við hlustendur á einhvern ólýsanlegan hátt.
Hann hefur þó ekki alltaf verið vinsæll – heldur átti erfitt uppdráttar í barnæsku. Skólafélagar lögðu hann í einelti og stelpur höfðu engan áhuga á honum (segir hann). Hér neðst er myndband sem sýnir hvernig hann breyttist úr litla stráknum í að verða LISTAMAÐUR ÁRATUGARINS að mati BBC.