Ljósmyndarinn Dylan Hamm ákvað að gera smá tilraun. Hann tók myndir af 20 manns bæði þegar þau voru nakin og svo þegar þau voru í fötum. Svo sýndi hann fólki andlitsmyndir úr myndatökunni og lét þau giska hvort væri hvað.
Þar sem að það að vera nakin/-n fyrir framan myndavél er langt fyrir utan þægindasviðið hjá flestum þá vildi Dylan meina fólk myndi ekki þurfa að sjá meira en andlitið á viðkomandi til að átta sig á þessu.
Þá er það bara spurningin – getur þú séð hvort þau séu nakin eða ekki?