Tommy Connolly var ekki nema 23 ára gamall þegar honum tókst að verða pabbi og afi sömu vikuna. Og hvernig gerðist það?
Frænka Tommy sem verður hér nefnd Amy er 17 ára gömul. Þau þekktust vel í æsku en höfðu ekki heyrst í mörg ár.
Skyndilega fékk Tommy send skilaboð frá henni á Facebook. Þá var hann 23 ára og í Sunshine Coast háskólanum í Ástralíu og gekk vel í námi og íþróttum. Í skilaboðunum sagðist Amy vera í vanda. Hún væri ólæs fíkill og nú orðin ólétt í ofanálag.
Hún hins vegar sagðist vera hætt í neyslu út af óléttunni – en hún vissi ekki hvað hún ætti að gera.
Tommy brást fljótt við skilaboðunum og fór og hitti Amy. Yfir málsverði sagði Amy honum alla sögu sína. Hún hafði farið inn og út af fósturheimilum, aldrei fengið neitt öryggi í lífinu, og leiðst út í neyslu. Nú væri hún ólétt og á tímamótum.
Tommy ákvað að gera allt sem hann gat til að hjálpa henni. Í því skyni til að losna við allar lagaflækjur, ákvað hann að ættleiða Amy. Hún flutti til hans alveg á steypinum – og þrem vikum síðar eignaðist hún svo barnið. Og þá var Tommy orðinn afi í leiðinni!
Amy segist vera heppnasta stúlka í heiminum og hún og barnið eigi nú raunverulegt tækifæri í lífinu.
„Allt sem ég vildi var að gefa syni mínum betra líf en ég átti – og nú hefur Tommy hjálpað mér til að svo verði. Takk fyrir allt.“