Ef við miðum við að meðalaldur karla og kvenna sé 78,6 ár er auðvelt að reikna hvernig við eyðum ævinni. Mér þykir leiðilegt að vera sá sem segir þér þetta en við virðumst vera að eyða ævinni í VITLEYSU!
1. Þú eyðir 25 árum í svefn!
2. Þú ert í vinnunni í 10.3 ár.
Meðalmaður í Bandaríkjunum vinnur 40 klukkustunda vinnuviku frá 20-65 ára aldurs.
3. Þú eyðir 48 dögum í samfarir – Ekki meira? 🙁
Í nýlegri könnun kom fram að meðalmaður eyðir um 7 mínútum í forleik og 12 mínútum í kynlíf.
4. Konur eyða 17 árum af ævi sinni í að reyna að létta sig.
Þetta flokkast undir að vera í einhverskonar átaki…
5. Þú horfir á sjónvarp í 9.1 ár!
VÁ!
6. Af því fara 2 ár í auglýsingar!
3 klukkutíma auglýsing af amerískum fótbolta inniheldur aðeins 17 mínútur af fótbolta.
7. Þú eyðir 1.1 einu ári í að þrífa.
Í sögunni hafa konur venjulega eytt helmingi meiri tíma en karlmenn í þrif en þessar tölur eru að jafnast.
8. 2.5 ár fara í eldamennsku.
9. Þú eyðir 3.66 árum í að borða eða um 67 mínútum á dag.
Meðalmaður borðar um 35 tonn af mat yfir ævina – Svo kraftajötuninn Hafþór Júlíus hlýtur að borða um 70 tonn!
10. Þú ert að keyra bíl í 4.3 ár.
Á þeim tíma munt þú fara yfir svo miklar vegalengdir að þú gætir hafa keyrt til tunglsins og til baka …. þrisvar sinnum!
11. Þú eyðir þrem mánuðum af ævinni í umferðarteppu, eða um 38 klukkustundum á hverju ári.
12. Þú eyðir 1.5 árum á baðherberginu.
Það eru um 6 skipti á dag.
13. Af því eru 92 dagar þar sem þú situr á setunni.
Karlar eyða þó fjórum sinnum lengri tíma á setunni sjálfri.
14. Þú eyðir 70% af allri ævi þinni (vakandi) fyrir framan fjölmiðla að einhverju tagi.
15. Þú hlærð upphátt 290,000 sinnum yfir ævina.
Að meðaltali 10 sinnum á dag.
16. Þú gengur tæpa 180 þúsund kílómetra
17. Þú eyðir 90% af ævinni INNANDYRA
18. Þú neytir einnar teskeiðar af áfengi á hverjum degi..
19. Þig dreymir á milli 4 til 6 drauma á hverri nóttu. Það gera 2,000 drauma á ári.
En þú gleymir 80% þeirra.
20. Þú prumpar ekki nema 402,000 sinnum yfir ævina.
14 sinnum á dag, prumpar þú meira eða minna?
21. Þú eyðir 14 dögum af ævinni þinni að kyssa einhvern?
Flestir vildu ef til vill að það væri lengri tími.
22. Þú drekkur 12,000 kaffibolla.
Að meðaltali 1,6 á dag….
23. Ef þú ert meira fyrir te þá eru það 22 kíló á ævinni.
24. Konur eyða næstum því heilu ári í að ákveða í hvaða fötum þær eigi að fara út.
25. Meðalmaður eyðir um ári af ævinni í að stara á kvenfólk.
26. Konur eyða 8 árum af ævinni í að versla.
Flestar konur væru til í að taka það allt út núna bara!
27. Konur eyða 1.5 árum í að laga á sér hárið.
Það eru 14.000 klukkutímar af fíneríi!
28. Ef þú vinnur við skrifborð fara 5 ár sitjandi við borðið.
29. Meðalstarfsmaður eyðir 2 árum í að sitja fundi.
30. Og meðalmanneskjan sver, lofar eða segir frasa eins og „ég er ekki að djóka“ oftar en 2 milljón sinnum yfir ævina!
Við þurfum heldur betur að fara rífa okkur í gang núna ekki satt? Styttri svefn, minna gláp og fleiri kossar!