Allir sem eru knúsusjúkir eiga eftir að vera mjög glaðir við að lesa þetta!
Á síðustu árum hafa kostir þess að knúsa ekki aðeins verið rannsakaðir, heldur hafa vísindin sannað svart á hvítu að ást og umhyggja hafa rosalega góð áhrif á líkamann okkar!
„Ástarhormónið“
„Oxytocin“ sem er betur þekkt sem „ástarhormónið“ verður virkt í hvert skipti sem við knúsum, kúrum, höldumst í heldur eða jafnvel gefum bara pínulítinn koss!“
Það er gott að sofa saman!
Wall Street Journal fjölluðu nýlega um rannsóknir frá háskólanum í Pittsburgh þar sem þetta er kom fram:
„Konur í langtíma sambandi sem sofa með maka sínum sofna fyrr og vakna sjaldnar á nóttunni en einhleypar konur sem hafa misst eða fengið nýjan félaga á síðustu 6 árum“.
Þú getur orðið háð/ur kúri!
Þú ættir samt að passa að kúra ekki yfir þig!
Þegar ástarhormónið flæðir um líkamann óspart er bókstaflega hægt að verða háð/ur kúri! Það þýðir að þú verður háð/ur manneskjunni sem þú ert með.
Reglulegt og títt flæði Oxytocins gerir það að verkum að þér finnst félagi þinn alltaf verða meira og meira aðlaðandi.
Í raun og veru – Haltu áfram að kúra!
Skilaboðin eru í raun og veru þessi: Vellíðunnartilfiningin sem kemur við ást, kúr, knús og allt sem tengist því að sýna öðrum umhyggju er ekki bara væmni eða ímyndun í þér.
Vísindin hafa sannað þessi áhrif á okkur. Líkaminn okkar bregst jákvætt við jákvæðri orku og þeim straumum sem við sendum okkar á milli þegar við sýnum hvort öðru umhyggju.
Þú ættir því ekki að vera feimin/n við að sýna þeim sem þú elskar ást og umhyggju, hvort sem það er risastór koss eða bara lítið knús!