Hver hefur ekki lent í því að vera með í maganum en kunna ekki við það að prumpa því það er svo mikið af fólki í kringum þig?
Þrátt fyrir að við könnumst öll við það þá er þetta ekki alveg nógu sniðugt hjá okkur því að samkvæmt vísindamönnum þá eigum við alltaf að prumpa strax og við þurfum.
Hér eru 5 ástæður fyrir því að þú átt aldrei að halda inni í þér prumpi.
1. Þú verður þrútin/n ef þú heldur þessu inni
Ef að þú ert ósátt/ur með líkamann þá ættir þú að prufa að leysa vind. Uppsafnað gas í líkamanum getur gert það að verkum að þú verður þrútin/n svo þá þarftu bara að prumpa þetta af þér.
2. Prump dregur úr kviðverkjum
Kviðverkir geta komið ef þú heldur prumpinu inni í þér. Ef þú sleppir þessu út getur verkurinn farið. Einnig er gott þegar þú ert í þessu veseni að nudda magann á meðan að loftið fer út.
3. Heilbrigður ristill fæst með reglulegu prumpi
Þau sem að halda inni í sér prumpi eða reyna að stjórna því hvernig það fer út geta skaðað ristilinn og aukið líkur á gyllinæð. Þau sem eru með slæman ristil eiga aldrei að halda loftinu inni í sér. Ef að þú vilt halda pípunum ferskum þá áttu bara að láta vaða.
4. Fret getur sagt til um mataróþol
Vindgangur getur ákvarðað hvort við höfum viss mataróþol eins og mjólkur- og/eða glútenóþol. Það er því mikilvægt að fylgjast með ef þú fyllist af lofti eftir mat sem þú hefur óþol fyrir – og svo sleppa því lofti rakleiðis út.
5. Það er gott að freta
Öllum finnst gott að prumpa því það er þægilegt og getur losað um spennu. Ef það er búinn að vera einhver pirringur hjá þér þá gæti það verið vegna þess að þú ert að halda ölli inni. Þrumaðu þessu út og þá verður þú sáttur.