Auglýsing

5 óútskýranleg atvik sem gætu verið úr scifi mynd!

Ég veit ekki hvort er óhugnalegra, að þessir hlutir hafi átt sér stað eða sú staðreynd að það hefur aldrei neinn geta útskýrt þá, eða afsannað það að þeir hafi í raun og veru átt sér stað…

SS Ourang Medan

Í júní árið 1947 var skipið SS Ourang Medan á siglingu í Malacca sundi í Malasíu, þegar það sendi út neyðarkall til nærliggjandi skipa. Skilaboðin voru svo hljóðandi „Allir yfirmenn, þar meðtalinn skipstjórinn látnir, liggja í stýrishúsinu og á brúnni. Hugsanlega öll áhöfnin látin.“ Síðan var þögn í örfáar sekúndur fyrir setninguna „ég dey“. Ameríska skipið „The Silver Star“ var næsta skip og fór því á staðinn. Þeir fundu áhöfnina látna um borð í skipinu, alla með skelfingarsvipi frosna í andlitunum. Þeir hófu þegar að draga „draugaskipið“ í land en áður en þeir komust í land kviknaði í draugaskipinu. Ameríkönunum tókst með naumindum að klippa það laust áður en það sprakk í loft upp. Enn veit enginn hvað átti sér stað um borð í skipinu.

Caroline Walter.

Árið 1867 lést Caroline Walker aðeins 16 ára gömul. Systir hennar réð myndhöggvara til að útbúa alveg fáránlega raunerulega styttu af Caroline til að hafa á gröf hennar. Síðustu 148 árin hefur einhver stundað það að setja nákvæmlega eins blómvönd undir handegg styttunnar.

Sodder Börnin.

Á jóladag árið 1945 vaknaði Sodder fjölskyldan við það að eldur var kominn upp í húsi þeirra. George og Jennie Sodder náðu að flýja húsið ásamt 4 barna sinna en hin 5 börnin komust ekki út. Við rannsókn á brunarústunum fundust engin lík, sem kom rannsakendum í opna skjöldu, því húsið brann svo hratt að börnin hefðu ekki átt að geta brunnið til ösku. 20 árum síðar fékk Sodder fjölskyldan mynd í póstinum og virtist sem myndin væri af einu barnanna sem átti að hafa látist í eldinum. Aftan á myndina var skrifað „Louis Sodder, ég elska Frankie bróðir, litlir strákar. A90132 eða 35“ Foreldrarnir fóru aftur að reyna að komast að því hvað hefði orðið um börnin þeirra en létust án þess að komast nokkurntíma að því.

Bendetto Supino, mannlegi kyndillinn.

Árið 1982 var ungi spánverjinn Bendetto að lesa myndasögublað þegar skyndilega kviknaði í því. Svipað og ofurhetjurnar í blöðunum sem hann var alltaf að lesa virtist Bendetto vera með ofurkraft. Nema hvað, hann gat ekki stjórnað honum. Rúmfötin hans áttu það til að byrja að loga og raftæki hættu að virka í kringum hann. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að útskýra fyrirbrigðið. Það er alls óvíst hvar Bendetto er staddur í dag en samkvæmt internetinu á maður sem hugsanlega er Bendetto að vinna á veitingastað á Ítalíu.

Dylatov atvikið

Árið 1959 gengu níu reyndir fjallgöngumenn á tind í Úralfjöllum, Rússlandi. Þeir létust allir og lík þeirra fundust við mjög undarlegar aðstæður, og enn þann dag í dag veit enginn hvað átti sér stað á fjallinu. Eitt Tjald mannanna var rifið innan frá og þaðan mátti sjá fótspor eftir berfættan mann sem lágu alla leið inní skóg skammt þar frá. Í skóginum fundust lík tveggja mannanna á nærfötunum einum saman. Þrjú lík til viðbótar fundust á leiðinni milli skógarins og tjaldbúðanna. Tveimur mánuðum síðar fundust síðustu fjögur líkin 75 metrum frá tjaldbúðunum í gljúfri. Líkin voru klædd sínum fötum, ásamt fötunum sem tilheyrðu hinum líkunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing