Þarftu að mæta til vinnu á á morgun eftir harða 3 daga helgi? Það á hvorki eftir að vera auðvelt né gaman.
En það er hægt að lifa það af, það þarf bara viljastyrk! Hér eru 5 ráð sem þú getur nýtt þér.
1 Þamba 10 bolla af kaffi annaðhvort í fyrramálið klukkan 8 eða í kvöld og sleppa því að sofa.
2. Vertu með Magic, RedBull eða Burn í brúsa allan morgundaginn. Taktu sopa á 5 mínútna fresti og öskraðu „FÖSSARI“ til að reyna að blekkja undirmeðvitundina.
3. Segðu öllum að þú hafir ekkert gert um helgina því þú hafir verið svo slöpp/slappur. Þá ertu líka búin/nn að græja afsökun hellist tómið yfir þig og þú viljir fara fyrr heim úr vinnunni.
4. Farðu út að borða í hádeginu og reyndu að koma eins miklu áfengi í þig yfir matnum og þú getur, áður en þú ferð aftur í vinnuna.
5. Þetta er fyrir þá allra ónýtustu: Breyttu þessu í 4 daga helgi og skrópaðu í vinnunni. Það ætla ég að gera.
Gangi þér vel!