Skúli Mogensen veðsetti glæsivillu sína þegar hann gerði tilraun til að bjarga WOW flugfélaginu frá gjaldþroti. Hann skuldaði Arion Banka háar upphæðir sem voru tryggðar með veði í húsinu. Nú hefur verið gengið frá sölu eða uppgjöri þannig Skúli er ekki lengur skráður eigandi hússins.
Nýr eigandi er Arion Banki en það þýðir að húsið verður selt þegar réttur kaupandi finnst. Sumir telja að enginn Íslendingur myndi kaupa húsið og því var það upprunalega auglýst erlendis. Verðið var 700 milljónir en nýjustu fréttir herma að það fengist fyrir hálfan milljarð gegn staðgreiðslu.
Skúli Mogensen tapaði beint fjórum milljörðum sem hann hafði lagt í hlutafé WOW ásamt því sem hann lánaði félaginu hundruðir milljóna sem ekki er víst að innheimtist. Skiptastjórar og bankar hafa verið að gera upp við Skúla sem vonandi kemur út úr þessu réttu meginn við núllið.
Fyrir þá sem hafa áhuga á húsinu til gamans eða til að gera góð staðgreiðslukaup þá eru hér 50 myndir.