Að koma sér í form er svakalega fín ákvörðun. En þú þarft samt ekkert að nudda henni framan í alla vini þína alltaf.
Hér eru 6 fyndnir hlutir sem fólk byrjar ósjálfrátt að gera þegar það byrjar að koma sér í form.
#1. Setningar eins og „Ég er ekki búinn að borða kolvetni í þrjá daga“ eða „Fór fimm sinnum á Gló í vikunni“ verða fljótt ótrúlega þreyttar. Og dómharkan þegar þú biður um auka kokteilsósu? Hræðileg.

#2. Fyrir og eftir myndirnar, þarf eitthvað að útskýra þær? We get it, þú fórst í klippingu og ljós.

#3. „Inspitational – quotin“ á Facebook, jesús kristur drottinn! Hjálpa þau þér í alvörunni að ná árangri?

#4. Spegla selfíin og stoltið yfir því að vera að fara í ræktina. #so?

#5. Þetta fólk verður svo næringarfræðingar yfir nótt og gefur þér óumbeðin ráð varðandi líf þitt og heilsu. KJÚKLINGANAGGAR ERU VÍST HOLLIR!

#6. Þegar það fer að tala um nöfn á vöðvahópum og segja orð eins og „bekkpressa“.
