Auglýsing

6 ráð til þess að ná TÁFÝLU úr skónum þínum!

Horfir fólk skringilega á þig þegar þú ferð í bíó?

Er einhver súr lykt sem eltir þig hvert sem þú ferð? Þefaðu vel og vandlega í kringum þig, því að lyktin gæti í raun og veru verið af þér – eða nánar tiltekið, úr skónum þínum.

Við svitnum öll á fótunum og sumir skór anda minna en aðrir. Táfýla á sérstaklega auðvelt með að myndast þegar þú notar sömu skóna á hverjum degi, því að þá ná vissar bakteríur að myndast inni í þeim.

Hér eru 6 ráð til þess að losna endanlega við táfýlu úr skónum þínum:

1. Skelltu skónum í þvottavélina

Ef eitthvað ráð á að vera fyrirsjáanlegt, þá er það þetta. Sumir skór eru einfaldlega úr efni sem má þvo nánast hvernig sem er svo skelltu þeim í þvottavélina!

2. Notaðu matarsóda

Taktu einn hluta matarsóda og sama magn af ediki og blandaðu vel saman. Skiptu blöndunni í sitthvort skóparið og skildu eftir í 15 mínútur. Tæmdu skóna og þurrkaðu það sem eftir er – skórnir eiga eftir að lykta eins og nýjir!

3. Frystu skóna þína!

Ótrúlegt en satt, þá virkar þetta! Settu skóna í poka og skildu þá eftir í frysti yfir nótt. Þegar þú tekur þá út morguninn eftir hefur kuldinn drepið bakteríurnar og skórnir munu lykta jafn vel – og þeir eru þægilega kaldir!

4. Settu svitalyktareyðir á fæturnar 

Áður en þú klæðir þig í skóna á morgnanna, settu svitalyktareyði á fæturnar á þér. Þetta kemur í veg fyrir að lyktin springi inní skónum þínum og kæfi alla aðra í herberginu.

Þetta ráð er mjög sniðugt en það er eitthvað skrýtið við það að setja svitalyktareyði á fæturnar á sér…

5. Settu þá í sólbað

Settu skóna út þar sem sól getur skinið á þá.

Sólarljós er mjög áhrifaríkt í að drepa bakteríur og þetta getur því verið auðveld leið til þess að losna við táfýlu úr skónum þínum.

Vandamálið er bara að það skín ekkert sérstaklega mikil sól í janúar…á Íslandi að minnsta kosti.

6. Nuddaðu þá að innan með áfengi

Nei, það er ekki verið að hafa þig að fífli!

Ef skórnir þínir eru ekki gerðir til þess að fara í þvottavél getur alkahól verið besta leiðin til þess að þrífa þá. Settu áfengi á klút eða tusku og nuddaðu því við innanverða skóna. Þetta mun þrífa þá og í leiðinni drepa bakteríurnar.

Þekkir þú einhvern sem er alltaf með táfýlu? Gerðu öllum greiða og deildu þessu áfram!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing