Ástralski sálfræðingurinn Janice Lorraine byrjaði í vaxtarrækt þegar hún var 55 ára gömul. Þessi spræka amma er með 23 titla í íþróttinni.
Janice byrjaði í vaxtarrækt til að koma í veg fyrir að verða „veikburða og gömul“. Hún æfir 6 sinnum í viku og borðar bara „náttúrulegan nakinn mat“.
Hennar helsta markmið er að brjóta allar staðalímyndir þegar kemur að aldri og vera fyrirmynd fyrir konur á öllum aldri.
Hún sagði loksins frá aðal leyndarmálinu sínu sem er náttúrulega nakti maturinn sem hún borðar:
- Matur er borinn fram án krydds eða sósu.
- Óunnin matvara er borðuð – þetta eru aðallega salöt og litlar sætar kartöflur.
- Prótein í mataræðinu er blanda af annað hvort grilluðum kjúkling, grilluðum fisk eða eye fillet nautasteik.
- Nammið sem hún leyfir sér er eitt kex og einn ferningur af 90% sykurlausu súkkulaði á dag.
- Hún fær sér vínglas með kvöldverðinum.
Hún leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir fólk á öllum aldri að lyfta til að viðhalda góðu stoðkerfi – þá sérstaklega fólki á efri árum.
Við vonum að hún haldi áfram að raka inn titlum og okkur lýst vel á hana sem öfluga fyrirmynd fyrir bæði karla og konur.