Hinn 80 ára gamli Tatsuo Horiuchi masteraði Excel fyrir 20 árum síðan og hefur síðan þá notað Excel til að búa til listaverk.
Tatsuo teiknar falleg japönsk landslög og í staðinn fyrir að nota málningu eða blýant, þá notar hann Excel – ótrúlegt en satt.
Svona lítur vinnuferlið út hjá honum Tatsuo:
Tatsuo fór á eftirlaun árið 2000 og það var einmitt þá sem að hann byrjaði að læra að teikna.
Hann tímdi ekki að fjárfesta í málningu eða teiknihugbúnaði – svo hann endaði með að láta Excel duga í verkið.
Hér eru nokkur fleiri málverk eftir meistarann:
Svo getur þú líka skoðað þetta YouTube myndband um hann Tatsuo hér fyrir neðan: