TikTok er að verða vinsælasti samfélagsmiðillinn hjá ungu fólki í heiminum. Kínverska fyrirtækið hefur verið gagnrýnt mikið fyrir hugsanlegar njósnir og fyrir að verja yngstu notendur ekki nóg vel fyrir skaðlegu myndefni.
Fjölskylda Charli D’Amelio er þó í hópi ánægðustu notenda TikTok. Carli sem er 16 ára setti inn nokkur dansmyndbönd árið 2019. Á einu ári hefur hún sprungið út og er með 85 milljón fylgjendur. Hún keppti í dansi en var alveg óþekkt utan heimabæjar síns.
Nú er nafnið hennar á allra vörum og hefur hún fengið um 600 milljónir króna í auglýsingatekjur. Hér er sagan á bak við Charli D’Amelio og ótrúlegar vinsældir hennar.