Ákveðinn hópur fólks er bara algjörlega vanfær um að mæta á réttum tíma. Það skiptir ekki máli hvort það er í klippingu, skóla, vinnu eða bara í partý. Ef þú tilheyrir þessum hóp þá tengiru eflaust við eitthvað af þessu….
#1. Að missa af strætó fær þig til að endurskoða allar ákvarðanir sem þú hefur tekið fram að þessari stundu.
#2. Að mæta þangað sem þú lofaðir þig er alltaf eins og að vinna kapphlaup.
#3. Alltaf þegar lítur út fyrir að þú munir mæta á réttum tíma gerist eitthvað sem þú hefur enga stjórn á. Eins og umferðin..
#4. Eða þú rekst á gamlan vin sem líður illa og þarf að fá að tala um það…
#5. eða þú týnir 4 klukkutímum á youtube!
#6. Þú ert bara ein af þessum manneskjum sem kemst aldrei neitt á réttum tíma. Eru þetta genin eða uppeldið?
#7. Vinir þínir segja þér að þið eigið pantað borð 15 mínútum fyrr en þið eigið það í raun og veru, bara þannig að þú mætir á réttum tíma.
#8. Þú mætir ekki „fashionably late“ í partýin heldur miklu miklu seinna.
#9. Að mæta í vinnuna 5 mínútum of seint er góður árangur og þér finnst þú eiga skilið verðlaun.