Mynd: Austur. Ljósmyndari: Þorgeir Ólafs. Módel: Cezary Emil Plotka
9 alveg óþolandi hlutir sem þú ert líklega að gera við dyraverðina í Reykjavík – Án þess að taka eftir því …
Við þekkjum öll þetta endalausa vesen sem getur fylgt því að heimsækja vinsælustu skemmtistaðina í bænum.
Hvernig á að komast fram fyrir þessa hræðilega stóru röð? Hvernig virkar þessi VIP listi og af hverju í ósköpunum er verið að stoppa þig en tappinn í leðurjakkanum fékk að fara á undan þér inn?
Hér eru 9 atriði sem þú gætir verið að gera sem eru gjörsamlega óþolandi fyrir dyraverðina en þú hefur ekki hugmynd um það:
1: „Er ekki í lagi að ég stökkvi fram fyrir röðina?“
Þú gengur upp að dyraverðinum, kemur í veg fyrir því að hann geti hleypt fólki inn og spyrð hvort þú þurfir nokkuð að bíða í röðinni af því að þú „kemur svo oft hingað“ eða ert svo rosalega flott/ur.
Þú munt líklega heyra svarið „nei“ og þarft að fara aftur í röðina, og enn aftar en þú hefðir verið ef þú hefðir beðið eins og allir hinir. Af hverju ættir þú að fá að fara inn en ekki hinir?
Ráð: Ef þú ert ekki starfsmaður á staðnum, bróðir þinn er í hurðinni eða þú heitir Páll Óskar þá ættir þú bara að bíða eftir að röðin komi að þér. Og getur þú ímyndað þér hvað dyravörðurinn er búinn að fá þessa spurningu oft í kvöld …
Ps. ertu ekki alveg örugglega með ÞITT skilríki?
2: „Veistu ekki hver ég er?“
Óguð …
Ráð: Ef þú ert ekki kominn inn nú þegar þá þýðir það að dyravörðurinn hafi ekki hugmynd um það hver þú ert.
Og ef þú ert ekki tilbúinn í að bíða í röð, fá þér nokkra drykki á barnum og haga þér eins og maður, eigðu þá bara notalegt kvöld heima.
3: „YEAHHHH! ÞAÐ ER TÍMI TIL AÐ DANSA, DREKKA OG … sulla?“
Þú ert alveg með þetta í kvöld, lítur út eins og milljón, ert með öllum bestu vinum þínum að dansa og drekka – En ertu að dansa og drekka á sama tíma?
Í guðanna bænum passaðu drykkinn þinn af því að það elskar enginn að láta sulla á sig, hvort sem þú sullar á dyraverðina eða einhvern annan, þeir sjá það og þeir vilja ekki vera lengur í vinnunni til þess að þrífa eftir þig allt ruglið.
Ráð: Ef þú átt að sleppa þér lausum einhvers staðar þá er það á dansgólfinu, en í hófi …
4: „Ég hendi ruslinu bara á gólfið …“
Staðurinn er fullur út að dyrum og þú þarft að henda tyggjói, bréfi eða myntulaufinu sem er alltaf að festast í rörinu þínu. Er engin ruslatunna nálægt? „Æi, ég hendi ruslinu bara á gólfið …“.
Í lok kvöldsins – vaktarinnar fyrir dyraverðina þá eru það oft þeir sem sjá um að sópa gólfin. Og það er ekkert sérstakt að vera klukkutíma lengur af því að það var allt í messi …
Ráð: Gefðu þér auka 30 sekúndur og leitaðu að næstu ruslafötu, það getur ekki verið of flókið?
5: „Skemmtistaður = Leikvöllur“
Það er eitthvað við skemmtistaði …
Að klifra upp á borð, klifra upp á klósettveggi eða jafnvel klifra yfir girðinguna til þess að komast inn bakdyramegin?
Hvernig heldur þú að það væri ef fólk væri að klifra á húsinu þínu heima? Nákvæmlega svoleiðis líður eiganda skemmtistaðarins.
Ráð: Hagaðu þér!
6: „Hæ heiti foli, vá hvað þú ert með mikla svona vöðva …“
Að daðra við dyravörðinn til þess að komast inn …
Ráð: Þú gerir ráð fyrir því að dyravörðurinn sé „only muscle, no brain“ og haldi að þér langi að sofa hjá sér og hleypi þér fram fyrir röðina?
Hættu því og ef þér líkar í alvöru við hann, hittu hann þegar hann er EKKI að vinna.
7: „En ég er með flöskuborð sko“
Ertu á gestalista? Ef ekki, farðu aftast í röðina væni.
Ráð: Dyravörðurinn er í vinnunni og þú ert fullur, þú gabbar engan nema sjálfan þig.
8: „Ég held að ég þurfi að æ …“
Oj. Þú tókst 5 skot af tequila, Tópas og brennivíni og þú hélst þú myndir ekki æla?
Dyraverðir leika oftast hlutverk húsvarðar á meðan staðurinn er opin svo það kemur í þeirra hlut að sjá um þá sem æla eða deyja. Og þeir gleyma ekki andlitinu sem lét þá þrífa upp ælu …
Ráð: Borðaðu vel, drekktu nóg af vatni og þekktu þín takmörk. Og já, ekki taka 5 skot í röð?
9: „Hey, viltu slást eða?“
Jebb, gerist hverja helgi.
Þú ert búinn að drekka 10 bjóra og 10 skot og heldur að þú sért súperman.
a) Enginn dyravörður nennir að hlusta á hetjusögurnar þínar.
b) Dyravörðurinn er að öllum líkindum búinn að læra að sjá um menn sem eru nákvæmlega eins og þú og þú ert að fara enda með andlitið í stéttinni og lögreglubíl á leiðinni.
Ráð: Dyravörðurinn er eins og dómari í fótbolta, hann ræður og ef þú gerir ekki eins og hann segir færðu rautt spjald.
Að lokum:
Þetta skaltu hafa bak við eyrað: Ef eitthvað kemur fyrir: Þú slasar þig, verður of drukkin/n, eitthvað er sett í drykkinn þinn eða þú lendir í slagsmálum þá er dyravörðurinn sá sem passar upp á þig og sér til þess að allt fari fram eins og það á að gera.
Svo ef eitthvað er þá ættir þú að gefa dyraverðinum þínum þjórfé, ekki slást við hann!