Eftir að hafa haldið þrjá viðburði í Flórída – snýr UFC nú aftur til höfuðstöðva sinna í Las Vegas. Þar verður UFC kvöld 30. maí – þar sem hinn áður ósigrandi Tyron Woodley mætir Gilbert Burns.
Þetta er fyrsti bardagi Woodley eftir tapið gegn Kamaru Usman. Áður en hann tapaði þeim bardaga hafði hann unnið sjö í röð. Til að ná aftur til fyrri frægðar þarf hann að komast í gegnum andstæðing sem er búinn að vera á eldi undanfarið – en það er hinn brasilíski Gilbert Burns.
Burns stoppaði nokkuð auðveldlega hinn bráðmagnaða Demian Maia sem einmitt kláraði Gunnar okkar Nelson hér um árið, fúllar minningar.
Á meðan Woodley stefnir á titilinn á ný – þá vill Burns fá tækifæri á titilinum gegn ríkjandi meistaranum, Usman. Þannig mikið er undir hjá báðum aðilum.
Skv. Betsson þykir Woodley líklegri til að hafa þetta – en nú verður að sjá hvor hefur meitlað sig betur í Kóróna æðinu sem hefur staðið yfir undanfarið. Nánar má sjá líkurnar HÉR.