Ef hljóðið sem manneskjan við hliðina á þér framkvæmir meðan hún jórtrar á kartöfluflögum fer yfirnáttúrulega mikið í taugarnar á þér – gæti það verið merki þess að þú sést snillingur!
Það eru niðurstöður rannsóknar sem sýnir fram á tengingu milli sköpunargreindar og hæfileikans til að hundsa utanaðkomandi hljóð.
Vísindamenn mældu tvennskonar greind, þ.e. sköpunargreind og hæfileikann til að hugsa um margt í einu. Fólkið sem var fært um að hugsa um margt í einu var yfirhöfuð betra í að hundsa utanaðkomandi hljóð.
Þeir þáttakendur sem sýndu merki um mikla sköpunargreind bjuggu hinsvegar ekki yfir þessum hæfileika. Menn eins og Kafka, Darwin, Chekhov og Johan Goethe töluðu allir um að þeir þyrftu að vinna í einrúmi án allra truflana.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru í hnotskurn: Því hærri sem greindarvísitalan er því erfiðara eigum við með að hundsa utanaðkomandi hljóð og einbeita okkur að því sem við erum að gera.